Pervez Musharraf, fyrrverandi yfirmaður hersins í Pakistan, var í dag ákærður fyrir að leggja á ráðin um morðið á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra landsins.

Réttarhöld þar sem ákæran var þingfest fór fram í Rawalpindi í morgun, en höfuðstöðvar hersins eru einnig í landinu. Þingfestingin tók 20 mínútur og var fjölmiðlum ekki hleypt að á meðan.

Morðið á Bhutto vakti mikla athygli í lok árs 2007 en þetta er í fyrsta skipti sem yfirmaður hersins er ákærður fyrir glæpi í Pakistan.

Frá þessu er greint á vefnum Voice of America.