*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Erlent 6. júlí 2018 19:01

Musk býður fram aðstoð sína

Elon Musk, forstjóri Tesla, hefur boðið taílenskum stjórnvöldum aðstoð sína við að hjálpa 12 drengjum og þjálfara þeirra að sleppa úr helli.

Ritstjórn
epa

Elon Musk, forstjóri Tesla og eigandi The Boring Company, hefur boðið taílenskum stjórnvöldum aðstoð sína við að hjálpa til við björgunarðagerðir þar í landi. Þetta kemur fram á vef BBC.

Taílensk stjórnvöld vinna dag og nótt við að koma tólf fótbolta drengjum og þjálfara þeirra út úr helli, en drengirnir og þjálfarinn festust í hellinum vegna mikilla flóða í kringum hellinn. Samtals hafa drengirnir og þjálfarinn sitið fastir í hellinum í tæpar tvær vikur.

Musk telur að fyrirtækið hans The Boring Company geti hjálpað til við björgunaraðgerðir. Hann segir að fyrirtækið sé „gott í að grafa holur” og viðraði einnig hugmyndir um að leggja göng úr nylon inn í hellinn og blása þau upp „eins og hoppukastala“ til að búa til göng undir vatnið.

Að sögn talsmanns The Boring Company er fyrirtækið í viðræðum við taílensk stjórnvöld um það hvernig aðkoma fyrirtækisins að hjálparstarfi gæti orðið.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is