*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Innlent 2. febrúar 2018 15:33

Myndasíða: Íslenska ánægjuvogin

Nova, Sjóvá, ÁTVR, Krónan, HS Orka, Byko og Costco voru meðal þeirra fyrirtækja sem fengu viðurkenningu á Grand hótel.

Ritstjórn

Niðurstaða Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2017 voru nýlega kynntar á Grand Hótel, en þetta er 19. árið sem ánægja með íslensk fyrirtæki er könnuð með þessum hætti. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá á sínum tíma var Costco bæði hæst og lægst í könnuninni.

Í athöfninni sem haldin var 26. janúar síðastliðinn voru afhendar viðurkenningar á fimm mörkuðum: 

  • Eldsneytismarkaður - Costco hæst með 86,5 stig
  • Farsímamarkaður - Nova hæst með 76,4 stig
  • Smásölumarkaður - Vínbúðir ÁTVR með 74,1 stig
  • Byggingarvörumarkaður - BYKO með 68,9 stig
  • Bankamarkaður - Íslandsbanki með 66,5 stig

Liv Bergórsdóttir forstjóri NOVA, Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá, Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR, Karen Rúnarsdóttir markaðsstjóri Krónunnar, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, Ásgeir Margeirsson forstjóri HS orku, Birgir Örn Friðjónsson framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni BYKO og Einar Jón Másson aðstoðarframkvæmdastjóri Costco tóku við verðlaununum fyrir hönd sinna fyrirtækja.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is