Framleiðendur myndavéla blása á tal um að snjallsímar komi nú í stað myndavélanotkunar almennings. Japan, sem er stærsti myndavélaframleiðandi heims, flutti þrefalt fleiri myndavélar úr landi í janúar en á sama tíma árið 2003, þegar símar með myndavélum voru fyrst að líta dagsins ljós.

Á vef fréttaveitunnar Reuters kemur þó fram að þrátt fyrir að sala myndavéla sé enn stöðug sé enn ekki tími til að fagna. Þeir benda meðal annars á að snjallsíminn iPhone 4 var í ár vinsælasta tækið þegar kom að myndum sem einstaklingar settu á myndavefinn vinsæla, Flickr.