*

miðvikudagur, 15. júlí 2020
Innlent 12. febrúar 2020 15:01

Myndir: Aðalfundur FA og grænt frumkvæði

FA hélt í gær aðalfund sinn en áður var haldinn opinn fundur undir yfirskriftinni „Grænt frumkvæði fyrirtækja“.

Ritstjórn
Meðal frummælanda voru Ólafur Stephensen frá FA, Helga Jóhanna Bjarnadóttir frá Eflu, Gréta María Grétarsdóttir frá Krónunni, Berglind Rán Ólafsdóttir frá ON og Einar Rúnar Magnússon frá Arctic Green Energy.
Aðsend mynd

Í upphafi aðalfundar Félags atvinnurekenda sem haldinn var í gær hélt félagið opinn fund á Nauthóli undir yfirskriftinni „Grænt frumkvæði fyrirtækja“ sem var vel sóttur. Þar sögðu ýmis fyrirtæki frá frumkvæði sínu til að axla ábyrgð í umhverfismálum og þar með gera sér viðskipti úr umhverfisvænum lausnum.

Meðal annars hélt Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar, og handhafi Viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, erindið: Ferðalagið er rétt að byrja, sem sjá má á vef FA.

Þar má einnig sjá erindi Hreins Elíassonar markaðsstjóra Garra, Berglindar Ránar Ólafsdóttur framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, Einars Rúnars Magnússonar forstöðumanns viðskiptaþróunar Arctic Green Energy og Helgu Jóhönnu Bjarnadóttur, sviðsstjóra samfélagssviðs Eflu.

Loks fór Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA yfir stöðuna í nokkrum baráttumálum félagsins og gaf hverju máli fyrir sig grænt, gult eða rautt eftir því hvernig hefði gengið með þau.

Á vef félagsins má sjá fjölda mynda frá atburðinum en hér eru nokkrar skemmtilegar:

Gréta María Grétarsdóttir hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni: „Ferðalagið er rétt að byrja“.

Hreinn Elíasson markaðsstjóri Garra hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni: „Nýtt upphaf - lágmörkun umhverfisáhrifa“.

Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni: „Breyttir tímar - betri nýting“.

Einar Rúnar Magnússon forstöðumaður viðskiptaþróunar Arctic Green Energy hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni: „Andandi borgir“.

Helga Jóhanna Bjarnadóttir sviðsstjóri samfélagssviðs Eflu hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni: „Hvert er kolefnisspor vörunnar?“

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA hélt loks fyrirlestur undir yfirskriftinni: „Grænt, gult eða rautt? Staðan á nokkrum baráttumálum FA“.