Að sögn Hermanns Guðmundssonar, forstjóra N1, hefur rekstur olíufélagsins gengið mjög vel það sem af er ári. Átta mánaða uppgjör sýnir tæplega 800 milljóna króna hagnað eftir skatta sem Hermann sagðist telja mjög góða niðurstöð miðað við árferði. Félagið hefur ákveðið að kynna afkomu félagsins á tveggja mánaða fresti til að auka upplýsingagjöf sína en það er með skuldabréf skráð í kauphöllinni.

Að sögn Hermanns hefur félagið margvíslegar framkvæmdir á prjónunum en það er með það eins og svo margt að menn halda að sér höndum vegna óvissunnar. ,,Sú staðreynd að það er ekkert aðgengi að lánsfé á Íslandi gerir fyrirtækjum mjög erfitt fyrir með að skipuleggja framkvæmdir. Við myndum mjög gjarnan vilja fara út í einar til tvær framkvæmdir á næsta ári. Sú óvissa sem er um að gang að lánsfé og verðið á því gerir það að verkum að menn halda að sér höndum.