Ísland er með næst lægstu verðbólgu í Evrópu samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Samræmd verðbólga á Íslandi mælist 6,4% samanborið við 11,5% hjá ESB-ríkjunum.

Samræmda vísitalan hefur hækkað á Íslandi á undanförnum mánuðum, en hún mældist 5,9% í september og 5,5% í ágúst.

Samanburður á vísitölunni milli landa má sjá nánar á vef Hagstofunnar.

Sviss mælist með lægstu samræmdu verðbólguna, 2,9%. Þá mælist samræmd vísitala neysluverðs 7,1% í Frakklandi og 7,3% á Spáni.

Á Norðurlöndunum er verðbólgan hæst í Danmörku, 11,4%. Þá er samræmd verðbólga 11,6% í Þýskalandi.