*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 13. október 2017 13:20

Næstum helmingur kvenna með háskólapróf

Háskólamenntuðum hefur fjölgað um 7,8% frá árinu 2010, mun fleiri konur eru háskólamenntaðar en fleiri ómenntaðir atvinnulausir.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Alls 68.300 landsmenn á aldrinum 25 til 64 ára eru með háskólamenntun eða um 40% allra á þessu aldursbili í fyrra að því er Hagstofan greinir frá. Er um að ræða 7,8 prósentustiga fjölgun frá árinu 2010. Þeir sem hafa einungis grunnmenntun á þessu aldursbili hefur jafnframt fækkað áfram, eða um 3,4 prósentustig frá því árinu 2015.

Af þessum hópi eru töluvert fleiri karlar en konur sem hafa eingöngu starfs- eða framhaldsmenntun, eða 45% karla á móti 30% kvenna. Á sama tíma hefur eins og gefur að skilja umtalsvert fleiri konur en karlar háskólamenntun eða 48% á móti 33% karla. Af þeim sem hafa eingöngu grunnmenntun er þó svipað hlutfall milli kynjanna eða 22%.

Óháð menntunarstöðu fækkaði atvinnulausum á þessu aldursbili í fyrra, en minnst atvinnuleysi var meðal háskólamenntaðra eða 1,6%, en mest hjá þeim sem höfðu lokið starfs- og framhaldsmenntun, eða 2,8%. Meðal þeirra sem höfðu einungis lokið grunnmenntun var atvinnuleysið 2,3%.

Munur milli landsbyggðar og höfuðborgar

Á aldursbilinu hafa um 28,5% íbúa utan höfuðborgarsvæðisins lokið háskólamenntun meðan sama hlutfall á höfuðborgarsvæðinu var 47,3%. Á landsbyggðinni er enn meiri munur milli kynjanna eftir því hvort þeir hafa klárað háskólamenntun en þar hafa 38,5% kvenna gert það en einungis 18,8% karla.

Flestir þeirra sem búsettir eru utan borgarinnar hafa þó lokið starfs- og framhaldsmenntun, eða 38,8%, það er 24.100 manns, en 32,7% hafa einungis lokið grunnmenntun eða 20.200 manns.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is