Hlutabréf hækkuðu mikið í dag á Wall Street í kjölfar frétta af minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 1,61% og hefur ekki verið hærri síðan í desember 2000 eða í rúm 11 ár. Vísitalan hefur ekki hækkað meira í einum mánuði síðan árið 1991.

Dow Jones hækkaði um 1,23% og hefur ekki verið hærri síðan í maí 2008. S&P 500 hækkaði um 1,46%.

Wall Street í New York.
Wall Street í New York.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)