Sameiginlegt mat samningsaðila á launaþróun og efnahagslegum forsendum kjarasamninga er mikilvægt skref í að bæta verklag við gerð kjarasamninga. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir þetta fyrirkomulag eiga sér hliðstæðu hjá hinum Norðurlandaþjóðunum og segir það vonandi gagnast í þeirri viðleitni að draga úr verðbólguáhrifum kjarasamninga.

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um er skortur á samvinnu og faglegri vinnu um efnahagslegar forsendur kjarasamninga, þróun launa og þróun kaupmáttar meðal þess sem aðilar vinnumarkaðarins hafa viljað bæta úr. Nefnd hefur verið stofnuð til að bæta vinnubrög við undirbúning og gerð kjarasamninga og var skrifað undir slíkt samkomulag í gær.