Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað í samstarfsnefnd um málefni aldraðra í kjölfar flutnings málefna aldraðra frá heilbrigðisráðuneytinu til félags- og tryggingamálaráðuneytisins um áramótin. Formaður nefndarinnar er Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður.

Verkefni samstarfsnefndar um málefni aldraðra eru að vera félags- og tryggingamálaráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um málefni aldraðra,  að vera tengiliður milli ráðuneyta, stofnana og samtaka sem starfa að málefnum aldraðra og síðast en ekki síst að stjórna Framkvæmdasjóði aldraðra og gera tillögur til ráðherra um úthlutun úr sjóðnum.