Fjármálaráðaneyti Noregs neitaði í gær Kaupþingi um leyfi til þess að auka hlut sinn í tryggingafélaginu Storebrand í 25% úr 20%, sem bankinn fer nú með, að því er fram kemur í frétt frá Dow Jones fréttaveitunni.

Síðastliðinn mars var Kaupþingi heimilað að fara með 20% hlut, en bankinn sóttist þá eftir að fá að fara með 25% hlut.

Fjármálaráðaneyti sagði í tilkynningu að það sæi engan grundvöll fyrir að komast að annarri niðurstöðu en í mars og neitaði því beiðni Kaupþings. Ekki voru gefnar nánari upplýsingar.

Í Noregi eru hömlur á að fjármálaþjónustu geti farið með verulegan hlut í öðru fjármálafyrirtæki.