Vikuna 16. - 22. september nk. verður Evrópsk samgönguvika og ætlar Háskólinn í Reykjavík, með fulltingi Festu og Stúdentafélags HR, að taka virkan þátt í henni. Allir nemendur sem koma í skólann í vikunni á hjóli, gangandi, í strætó eða fjórir eða fleiri saman í bíl frá happdrættismiða. Verða svo dregnir út veglegir vinningar í hádeginu á hverjum virkum degi alla vikuna.

Þeim sem koma tveir eða fleiri saman í bíl verður umbunað með því að fá að leggja í stæði næst skólanum. Þeir sem koma einir í bíl er gert að leggja lengra frá skólanum og verða gæslumenn við stæðin frá kl. 8 - 9 á morgnana.

Hugmyndin með vikunni er samkvæmt fréttatilkynningu að draga út notkun bíla og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki.

Mánudaginn 15. september frá kl. 10 - 13 verða verslanir og fyrirtæki svo með kynningu í Sólinni á hjólum, útivistarklæðnaði og öllu því sem fylgir að nota hjól sem samgöngumáta.