Sjónvarpsveitan Netflix sem veitir notendum aðgang að sjónvarpsefni á netinu gegn endurgjaldi hefur gert samning við Walt Disney um að fá að bjóða upp á kvikmyndir fyrirtækisins frá og með 2016. Þetta kemur fram á vef Bloomberg fréttaveitunnar.

Samningurinn þykir marka ákveðin tímamót því þetta er fyrsta stóra kvikmyndaverið sem fer framhjá hinum hefðbundnu kabalstöðvum í sjónvarpi til að sýna myndir sínar eftir að þær hafa farið í kvikmyndahús vestanhafs.

Til marks um það hve mikilvægur samningurinn er fyrir Netflix þá hækkuðu hlutabréf fyrirtækisins um 14% í gær eftir að tilkynnt var um samninginn. Með samningnum þá fá notendur Netflix aðgang að kvikmyndum frá Pixar, Marvel og Disney.