Neyðarlínan hefur nú samið við Nýherja um rekstur á upplýsingatæknibúskap sínum. Í samningnum felst meðal annars. rekstur á netkerfum, netþjónum, símkerfi og notendaþjónustu á tölvubúnaði fyrir alla starfsmenn Neyðarlínunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýherja í dag.

Í tilkynningunni er haft eftir Gunnari Zoéga, framkvæmdastjóra tæknisviðs Nýherja, að ánægjulegt sé að aðili eins og Neyðárlínan, sem umfram allt reiði sig á öryggi og hámarksupptíma á kerfum sínum, velji Nýherja til að annast rekstur á upplýsingatækniumhverfi sínu.