*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 24. apríl 2015 13:46

Neytendastofa bannar auglýsingar DV á Ipad áskrift

Neytendastofa hefur sektað DV um 300 þúsund krónur vegna áskriftarauglýsinga.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Neytendastofa hefur bannað DV ehf. birtingu fullyrðingarinnar „frítt“ og „í kaupbæti“ í auglýsingum dagblaðsins á áskriftarleið með Ipad spjaldtölvu. Þetta kemur fram í frétt á vef Neytendastofu.

Eftirfarandi fullyrðingar var að finna í auglýsingunum: „Fáðu áskrift að DV og þú færð FRÍAN iPad með áskriftinni“ og „Fáðu áskrift að DV og þú færð iPad í kaupbæti með áskriftinni“. Áskriftargjald var ekki tekið fram í auglýsingunni.

„Á vef DV, dv.is, var að finna áskriftarleiðir dagblaðsins, þ.á.m. svonefnda iPad áskrift á 2.998. kr. á mánuði með skuldbindingu í 36 mánuði og Vefáskrift 1 á 895. kr. á mánuði fyrstu þrjá mánuðina og 1.790 á mánuði eftir það. Umræddar áskriftir voru eins að undanskildum iPad að eigin vali.

Neytendastofa taldi að ekki fengist annað séð en að kostnaður vegna iPad spjaldtölvunnar í áskriftarleið DV væri innifalinn í verði áskriftar og því hvorki frí né í kaupbæti þar sem áskriftarleiðin var 334.9% dýrari fyrstu þrjá mánuðina og 167,5% að þeim tíma liðnum miða við áskrift án iPad,“ segir í fréttinni.

Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að viðskiptahættirnir brytu gegn 5. og 8. gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og 20. tölul. 1. gr. reglugerðar um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir.

Var DV gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 300 þúsund króna.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

Stikkorð: Neytendastofa DV
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is