Icelandair hefur fellt niður 6 flug næskomandi sunnudag þar sem yfirvinnubann flugmanna Icelandair tók gildi í dag. Víða hefu hægt á bókunum síðustu daga en nú þegar flug verða felld niður er viðbúð að erlendar ferðaskrifstofur afbóki hópa sem eiga að koma til landsins. Fyrirtæki um allt land bíða eftir að taka á móti þeim ferðamönnum og verða því fyrir miklu tjóni ef þeir afboða sig. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Boeing 757-200 vél í eigu Icelandair á flugvellinum í Billund í Danmörku.
Boeing 757-200 vél í eigu Icelandair á flugvellinum í Billund í Danmörku.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Þar segir að hótanir um truflanir á flugi séu ekkert innanlandsmál, slíkar fréttir berast víða um heim og erlendar ferðaskrifstofur taka ekki áhættu á senda hópa á svæði þar sem engir aðrir samgöngumöguleikar eru til staðar.

"Það er búið að semja við ca. 85% launaþega á almennum vinnumarkaði án verkfallsaðgerða en verkfallsvopnið var ekki lögleitt til þess að þjóna hálaunastéttum í einokunaraðstöðu. Það er búið að ganga mikið á í íslenskri ferðaþjónustu í vor.  Mannfólkið getur ekki gert við eldgosi og kulda en þarna er hálaunahópur að stofna til tekjumissis fjölda fyrirtækja á landinu," segir í tilkynningunni.