Reykjavíkurborg samþykkti í gær viðauka að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Í inngangi að áætluninni segir að áhersla verði lögð á sjálfbæran rekstur borgarsjóðs þar sem tekjur eru í samræmi við útgjöld.

Alls verður skorið niður um sem nemur 1.780 milljónir króna, eða 1,82% af heildar útgjöldum borgarinnar. Meirihluti fjárhæðarinnar kemur til vegna niðurskurðar hjá Skóla- og frístundasviði. Niðurskurður sviðsins nemur 670 milljónum eða 1,5%. Af niðurskurðarliðum innan þess flokks vegur þyngst frestun á lækkun leikskólagjalda eða 120 milljónir á þessu ári.

Hlutfallslega er mestu skorið niður hjá miðlægri stjórnsýslu. Alls nemur það 5,2% af rekstri eða 233 milljónum. Eignasjóður mun einnig hagræða um 114 milljónir, velferðarsvið um 412 milljónir, skipulagssvið um 172 milljónir, menningar- og ferðamálasvið um 73 milljónir og íþrótta- og tímstundasvið um 128 milljónir.