Íslensk kvikmyndagerð skilar meiru til samfélagsins en geirinn fær frá ríkinu, að sögn Hilmars Sigurðssonar, formanns Félags íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Hann undrast niðurskurð til Kvikmyndasjóðs á fjárlögum næsta árs og telur óvíst með fjármögnun þriggja kvikmynda og einhverra sjónvarpsþátta. Gert er ráð fyrir að 640 milljónir króna í sjóðinn á fjárlögum næsta árs. Þá er gert ráð fyrir að fallið verði frá áformum um 470 milljóna króna hækkun til sjóðsins á þessu ári. Hækkunin var eitt af verkefnum í fjárfestingaráætlun síðustu ríkisstjórnar fyrir árið 2013 til 2015. Ef full framlagið hefði haldið sér þá hefði það numið 1.070 milljónum króna.

Í yfirlýsingu frá félaginu segir að niðurskurðurinn sé 42% frá því sem áætlað var. Vegið sé að uppbyggingu á atvinnugrein sem komin var á góðan skrið.

Hilmar sagði í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 á RÚV í morgun forsvarsmenn kvikmyndagerðar á Íslandi hafa gert stjórnvöldum grein fyrir því hverjar afleiðingarnar geti orðið verði framlag til greinarinnar lækkað.

Þá sagði Hilmar að ef ríkið hafi ekki efni á að leggja fjármagn til kvikmyndagerðar þá hafi það heldur ekki iefni á að taka á móti tekjunum sem greinin skapar.