Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave-samninginn um næstu helgi geta sett  strik í  reikninginn varðandi afnám hafta. „Verði niðurstaðan já munu haftaafnám og lántökur ríkissjóðs ganga fram eins og áformað er. Ef Icesave-samningnum verður hafnað eru hins vegar vísbendingar um að stóru bandarísku matsfyrirtækin tvö ákveði að setja lánshæfismat ríkissjóðs niður í spákaupmennskuflokk. Þá  verður þyngra fyrir fæti varðandi erlenda lántöku ríkissjóðs og framgangur áætlunar um afnám gjaldeyrishafta myndi af þeim sökum ganga hægar. Óvissa er hins vegar um hversu sterk og langvinn þessi áhrif yrðu,“ segir í ræðu Más á ársfundi Seðlabankans sem nú stendur yfir.

Hann segir ofmælt og ró og kyrrð ríki um bankann á þessu 50. starfsári hans og bankinn standi nú á krossgötum. Að neðan má sjá ræðu Más í heild sinni: