Nígería hefur nú sótt um neyðarlán frá Heimsbankanum og Afríska þróunarbankanum (AÞB).

Sótt var um lán upp á 455 milljarða íslenskra króna, eða 3,5 milljarða Bandaríkjadala, en 325 þeirra munu koma frá Heimsbankanum meðan 130 munu koma frá AÞB. Mikill hali hefur verið á fjárlögum nígeríska ríkisins upp á síðkastið, og má þar ef til vill helst kenna um verðhruni hráolíunnar.

Ríkisstjórn Muhammadu Buhari hefur aðeins setið við völd í átta mánuði. Lánið sem sótt var um myndi koma til með að fylla upp í þann 15 milljarða bandaríkjadala halla sem hrjáir stjórnina - en það er um 1.950 milljarða króna fjárlagahalli. Hallinn hefur orðið meiri eftir að ríkisstjórnin ákvað að gera tilraun til þess að örva efnahag þjóðarinnar með auknum útgjöldum.

Nígería er stærsta hagkerfi afrísku heimsálfunnar. Verðhrun olíunnar mun koma til með að breyta hlutdeild vörunnar í hagnaði ríkisins frá ári til árs - en þá mun hún fara frá því að verða 70% alls hagnaðar ríkisins í það að nema rétt um þriðjungi.