Nikkei vísitalan hækkaði um 2% í viðskiptum dagsins í japönsku kauphöllinni og endaði í 17.124 stigum. Er það hæsta gildi hennar síðan í októbermánuði árið 2007. BBC News greinir frá þessu.

Hlutabréf á markaði í Japan hækkuðu nokkuð vegna fregna um að Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins, hefði ákveðið að fresta 10% hækkun á söluskatti í landinu.