*

laugardagur, 31. október 2020
Erlent 28. október 2013 13:13

Á níu þúsund Barbie-dúkkur

Jian Yang safnar dúkkum sem hann geymir heima hjá sér.

Ritstjórn

Þrjátíu og þriggja ára gamall karlmaður í Singapúr hefur varið hundrað þúsundum dala í kaup á Barbie-dúkkum sem hann safnar. Maðurinn sem heitir Jian Yang á níu þúsund dúkkur sem hann geymir heima hjá sér. 

Hann segist hafa áhuga á því hvernig dúkkurnar líta út og hvað þær þýða fyrir menningu. Hann hafi einfaldlega eitt sinn byrjað að safna dúkkunum og ekki getað hætt. 

Yang viðurkennir að það hafi kostað sitt að safna þessum dúkkum. Hann ætti áreiðanlega sparifé ef hann hefði ekki safnað þessum dúkkum. 

Hér má sjá ítarlegt viðtal við Yang. 

Stikkorð: Barbie