Apple og Nokia hafa staðið í deilum vegna einkaleyfa á tækni sem notuð er í snjallsímum fyrirtækjanna.

Í desember kærði Nokia Apple til að mynda vegna 32 einkaleyfa. Einkaleyfin snertu nánast alla fleti símans, þar með talið skjái og stýrikerfi.

Fyrirtækin hafa þó tekið þann pól í hæðina að hætta öllum deilum og mun Apple fá að nota alla þá tækni sem áður var deilt um.

Nokia mun þá fá greitt fyrir umrædda notkun með bein hörðu reiðufé. Apple mun þá einnig selja ákveðnar Nokia vörur í verslunum Apple.

Markaðir tóku vissulega vel í fréttirnar og hækkaði gengi bréfa í Nokia um nær 6% í viðskiptum dagsins.

Talsmenn Nokia segjast vera ánægðir með niðurstöðurnar, enda sé deilum að ljúka sem staðið hafa yfir frá árinu 2009.