Finnska símafyrirtækið Nokia tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi segja upp um 1.700 manns á næstunni en félagið hefur dregið úr framleiðslu sinni vegna minnkandi eftirspurnar.

Í lok janúar tilkynnti Nokia að til stæði að endurskipuleggja rekstur félagsins og ná niður rekstrarkostnaði um 700 milljónir evra en hagnaður félagsins hefur dregist verulega saman frá því um mitt ár 2007.

Félagið mun segja upp fólki bæði í framleiðsludeild og eins markaðsdeild félagsins en í byrjun febrúar bauð félagið um eitt þúsund manns starfslokasamninga.

Samkvæmt frétt Reuters um málið er gert ráð fyrir samdráttur í farsímasölu verði á árinu allt að 10% en helst má rekja ástæður þessa til minnkandi einkaneyslu.