Nordea, stærsti banki Norðurlandanna, skilaði heldur betri afkomu en spáð hafði verið á fjórða ársfjórðungi, að því er fram kemur í frétt Børsen. Árið í heild skilaði Nordea 3,4 milljarða evra hagnaði, sem er 13% samdráttur frá fyrra ári. Þar munar mest um miklar afskriftir útlána, en þær námu 466 milljónum evra.

Í Børsen segir að eftir slaka afkomu Danske Bank í liðinni viku hafi verið ákveðinn ótti vegna uppgjörs Nordea, en bankinn hafi komið á óvart og skilað traustu uppgjöri á erfiðum tímum, og vísar þar til orðalags í tilkynningu Nordea.