Búist er við að norska þingið muni í þessari viku samþykkja lög sem banna betl. En lögin eiga að ganga í gildi í sumar.

Noregur, eins og flestir vita, er ein ríkasta þjóð heims en að meðallaun í landinu eru í kringum 11,4 milljónir á ári eða tæp milljón á mánuði samkvæmt tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Samkvæmt skoðunakönnunum eru tveir þriðju Norðmanna hlynntir þessu nýja banni.

Áætlað er að í Noregi þar sem búa um fimm milljónir manna séu 500-1000 erlendir betlarar. Því halda sumir stjórnmálamenn fram að nýju lögin munu senda þau skilaboð að Norðmenn séu á móti innflytjendum og gætu því lögin haft mjög skaðleg áhrif á ímynd landsins. Þetta er sérstaklega viðeigandi í umræðunni um þessar mundir þegar verið er að ræða hvort sýrlenskir flóttamenn verði velkomnir í Noregi.