Norðurorka hf. hagnaðist um 568,9 milljónir árið 2013. Það er minni hagnaður en árið 2012, þegar hann nam 710,1 milljón. Eignir jukust úr 9.670,2 milljónum árið 2012 í 11.831,6 milljónir árið 2013 og munar þar mestu kaup á fráveitukerfi fyrir 2.300 milljónir.

Eigið fé stóð í lok árs 2013 í 6.249,2 milljónum borið saman við 5.797,1 milljón ári fyrr. Skuldir jukust úr 3.873,2 milljónum árið 2012 í 5.582,4 milljónir árið 2013, en fjárfesting í fráveitukerfi var að mestu fjármögnuð með langtímaláni.Norðurorka átti 574,8 milljónir í handbært fé árið 2013 sem er öllu minna en í árslok 2012, þegar það var 715,4 milljónir.

Norðurorka er nær alfarið í eigu Akureyrarbæjar og er orku- og veitufyrirtæki sem var stofnað árið 2000 í kjölfar sameiningar Hita- og vatnsveitu Akureyrar og Rafveitu Akureyrar.