Norræni fjárfestingabankinn og fjármálaráðuneytið í Víetnam hafa skrifað undir 2,3 milljarða krónu lán sem fer til stækkunar Hoang Thach sements verksmiðjunnar, segir í frétt Thai fréttastofunnar.

Fjárfestingar- og þróunarbanki Víetnam hafði umsjón með lánaviðskiptunum. Með þessu láni er heildarupphæð sem Norræni fjárfestingarbankinn hefur veitt til þróunarverkefna í Víetnam orðin 24 milljarðar króna. Norræni fjárfestingarbankinn hefur áður fjármagnað ýmis verkefni í Víetnam, þar á meðal: vatnsaflsvirkjunina í Song Hinh, Bai Bang pappírsverksmiðjuna og Tam Diep og Ha Long sements verksmiðjurnar. Bankinn hefur einnig veitt lán til orkugeirans og einnig til ýmisa einkageira í landinu.

Norræni fjárfestingarbankinn er fjölþjóðleg fjármálastofnun í eigu Norðurlandanna, auk Eistlands, Lettlands og Litháens sem gerðust aðilar að bankanum í upphafi árs 2005. Bankinn veitir lán á markaðskjörum til fjárfestinga sem fela í sér gagnkvæma hagsmuni fyrir aðildarlöndin, bæði innan þeirra og utan.