Fjölmiðlar á Norðurlöndum fjölluðu um skuldabréfáhættu íslensku bankanna um helgina og greinir norska dagblaðið Dagens Næringsliv frá hækkun fjármögnunarkostnaðs þeirra í úttekt í kjölfar skýrslu Merrill Lynch um íslenska bankakerfið.

Jótlandspósturinn hefur eftir Michael Sandfort, sérfræðingi hjá Nykredit Bank, að hann telji ekki ráðlegt að fjárfesta í skuldabréfum íslensku bankanna. Segir Sandfort að áhættan sé of mikil.

Greiningardeildir erlendra banka, svo sem Royal Bank of Scotland, Dresdner Kleinwort Wasserstein, Barclays , Jyske Bank og Merrill Lynch hafa gagnrýnt íslensku bankana.

Segja greiningardeildirnar að hlutfall innlána sé of lítið á móti skuldum og benda á krosseignartengsl á íslenska markaðnum og veruleg lán til hlutabréfakaupa.