Eitt virtasta og útbreiddasta tímaritið í Evrópu, sem helgar sig kredit-sjóðum og heitir einfaldlega Credit Flux, tilnefndi nýverið Novator Credit sem einn af þremur ,,kredit-sjóðum ársins", en sjóðurinn var sá eini hinna tilnefndu sem skilaði hagnaði á fyrri hluta ársins.

Niðurstaða tímaritsins um sjóð ársins verður tilkynnt í september næstkomandi, segja heimildir Viðskiptablaðsins.

Að hluta til má segja að markaðsstarfsemi Novators sé falin í Novator Credit Fund en það er skulda- og vogunarsjóður sem hefur í umsýslu um 500 milljónir Bandaríkjadala, eða um 40 milljarða króna.

Novator réð þrjá sérfrærðinga á þessu sviði til sín árið 2005 og auk stofnframlags frá Novator var sótt fé til þriðja aðila eins og lesa má um í umfjöllun Viðskiptablaðsins í dag um veldi Björgólfs Thors.