*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 26. nóvember 2011 15:51

Nubo hættur við allar fyrirætlanir sínar á Íslandi

Mun ekki reyna að hnekkja niðurstöðu innanríkisráðherra sem hefur synjað Nubo um undanþágu vegna landakaupa.

Ritstjórn
Axel Jón Fjeldsted

Huang Nubo er hættur við fyrirætlanir sínar um fjárfestingar á Íslandi.

Þetta kemur fram á mbl.is, en sem kunnugt er hefur innanríkisráðherra hafnað beiðni Nubo um kaup á landi á Grímsstöðum á Fjöllum.

Mbl.is hefur eftir talsmanni Nubo á Íslandi að hann ætli sér ekki að reyna að hnekkja niðurstöðu íslenska ríkisins, en segir jafnframt vonbrigði að ákvörðunin hafi verið algjörlega einhliða án nokkurrar tilraunar til samningaviðræðna. 

„Hans viðbrögð eru þau að ef íslensk lög eru þannig að þau heimili ekki fjárfestingu hans hér á landi þá er það bara þannig og hann unir þeirri niðurstöðu. Hann mun ekki sækja breytingu á því, en þar með eru skilaboðin þau að það er ekki rými fyrir fjárfestingu hans á Íslandi,“ segir Halldór Jóhannsson arkitekt og talsmaður Nubo.

Sjá frétt mbl.is í heild sinni.