*

þriðjudagur, 21. september 2021
Innlent 28. október 2018 10:02

Núðlustöðin hagnast mun minna

Fjórir veitingastaðir undir formerkjum Noodle Station högnuðust um 3 milljónir á síðasta ári sem er lækkun úr yfir 21 milljón.

Ritstjórn
Frá veitingastaðnum Noodle Station á Stjörnutorgi í Kringlunni, en félagið er einnig með staði við Hlemm, í Hafnarfirði og Selfossi.

Hagnaður Noodle Station ehf., sem rekur samnefnda núðlustaði á fjórum stöðum, á Laugavegi við Hlemm, Bæjarhrauni í Hafnarfirði, Kringlunni og loks Selfossi, dróst mikið saman á síðasta ári.

Fór hann úr því að vera 21,4 milljónir króna árið 2016 í rétt tæplega 2,9 milljónir í fyrra. Salan dróst saman um 16 milljónir á milli ára og nam 155,8 milljónum í fyrra en rekstrargjöld félagsins jukust um 7,1 milljón og námu tæplega 151,9 milljónum í fyrra.

Handbært fé tvöfaldaðist og nam 61 milljón króna. Eigandi og framkvæmdastjóri er Charin Thaiprasert.