Gera má því skóna að hlutfall þess fjár stóru viðskiptabankanna þriggja sem skilgreina mætti sem laust fé eða ígildi lauss fjár sé orðið í efri mörkum þess sem þeir myndu kjósa. Hlutfall innstæðna í Seðlabanka, skulda- og hlutabréf af efnahag þeirra hefur farið hækkandi milli áranna 2010 og 2011.

Tekið skal fram að auðvitað þurfa bankarnir að uppfylla nokkuð strangar reglur Seðlabanka Íslands um lausafjárstöðu til eins, þriggja, sex og tólf mánaða og ekki ástæða til þess að ætla annað en að þeir uppfylli þær og líklega ríflega það. Eins skal áréttað að sú útgáfa af lausafjárstöðu sem hér er birt er eingöngu óformleg nálgun en ekki samkvæmt skilgreiningum bank- anna eða Seðlabankans.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Innlán og útlán bankanna
Innlán og útlán bankanna