Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu um 1,3 milljörðum króna í september en þar af var tæpur 1,1 milljarður króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í september 2011 um 1,9 milljörðum króna.

Íbúðalánasjóður birti mánaðarlega skýrslu um starfsemi sjóðsins í dag. Meðalútlán almennra lána voru um 8,9 milljónir króna. Heildarfjárhæð almennra lána fyrstu 9 mánuði ársins er samtals um 9,4 milljarðar króna. Það er mun lægra en á sama tíma í fyrra þegar heildarútlán námu 17,7 milljörðum. Alls hefur sjóðurinn veitt 972 íbúðalán frá áramótum en þau voru 1760 á sama tíma í fyrra. Þeim færra því milli ára um nærri átta hundruð.