*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 26. nóvember 2021 15:27

Ný ríkisstjórn kynnt á sunnudaginn

Kynna á nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna verði á sunnudaginn.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson hafa unnið að nýjum stjórnarsáttmála undanfarna tvo mánuði.
Eyþór Árnason

Stefnt er að því að stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna verði kynnt á  sunnudag. Þetta kemur fram á mbl.is og visir.is.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir við Vísi að morgundagurinn fari í að kynna stjórnarsáttmálann fyrir flokksstofnunum.

Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir frá lokum kosninganna 25. september en beðið var niðurstöðu um endanleg kjörbréf þingmanna vegna talningaklúðursins í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti í gær kjörbréf allra þingmanna með meirihluta greiddra atkvæða.