Ný stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) var kjörin á aðalfundi félagsins föstudaginn 16. maí 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.   Ný stjórn FVH er eftirfarandi:

Formaður stjórnar: Auður Björk Guðmundsdóttir (VÍS)

Varaformaður: Guðni Rafn Gunnarsson (Capacent)

Gjaldkeri: Arna Harðardóttir (Auður Capital)

Meðstjórnandi: Benedikt K. Magnússon (KPMG)

Formaður kjaranefndar: Aldís Sigurðardóttir (Empora)

Formaður fræðslunefndar: Ágústa Þ. Jónsdóttir (Medis)

Ritari og ritstjóri Hags: Örn Valdimarsson (Eyrir Invest)

Fulltrúi hagfræðinga: Ásgeir Jónsson (Kaupþing)

Fulltrúi landsbyggðar: Helgi Gestsson (HA)

Fulltrúi samstarfsfyrirtækis: Kristín Sigurðardóttir (VR)

Þrír stjórnarmenn gengu úr stjórn félagsins og þrír komu nýir inn á stjórnina, auk þess sem tveir stjórnarmenn færðust til innan hennar.

Auður Björk Guðmundsdóttir sem áður gegndi varaformennsku í félaginu tók við sem formaður. Hún tók við af Þresti Olaf Sigurjónssyni sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Arna Harðardóttir kom ný inn í stjórnina og tók við starfi gjaldkera af Guðnýju Sigurðardóttur.

Einnig komu ný inn í stjórnina Helgi Gestsson sem tók við af Magnúsi Geir Þórðarsyni sem fulltrúi landsbyggðar og Aldís Sigurðardóttir sem tók við formennsku kjaranefndar af Guðna Rafni Gunnarssyni sem kjörinn var varaformaður félagsins.