Stjórn Vátryggingarfélags Íslands hefur ákveðið að hækka laun í samræmi við það sem ákveðið var á síðasta aðalfundi 12. mars sl. en tilkynning um hækkunina var send kauphöllinni í dag.

Á fundinum 12. mars hafði verið ákveðið að hækka mánaðarleg laun stjórnarmanna um 75% þannig að stjórnarmönnum yrðu greiddar 350 þúsund krónur á mánuði og laun stjórnarformanns yrðu hækkuð um 50% svo honum yrðu greiddar 600 þúsund á mánuði. Á fundinum rökstuddi fráfarandi formaður stjórnar tillöguna með því að hún tæki mið af umfangi og eðli rekstrar, vinnuframlagi og sértækri ábyrgð stj´ronarmanna í vátryggingarfélögum og væri í samræmi við önnur sambærileg skráð félög.

Vegna umræðu í samfélaginu var ákveðið að hækka ekki laun stjórnarmanna í samræmi við tillöguna, en tilkynnig um það var send kauphöllinni þann 22. apríl sl.

Ný stjórn VÍS var kosin á hluthafafundi í byrjun nóvember.