Þetta er auðvitað gríðarlegur sparnaður fyrir öll fyrirtæki sem geyma gögn á geisladiskum, heimili með DVD myndir og unglingana með alla sína tölvuleiki,“ segir Guðjón Elmar Guðjónsson, eigandi Gamestöðvarinnar. Gamestöðin, sem er í Kringlunni og var stofnuð 2008, selur nýja og notaða tölvuleiki.

Nú hafa þeir fjárfest í nýrri vél sem lagar rispaða geisladiska, tölvuleiki og blu-ray diska. „Þessi vél er mun öflugri en sú sem við vorum með. Ég veit ekki til þess að svona vél hafi verið til á landinu fyrr en nú. Við erum með kynningartilboð þessa dagana á viðgerðum, 590 krónur fyrir alla diska og 990 krónur fyrir blu-ray diska,“ segir Guðjón Elmar.