Síldavinnslan (SVN) í Fjarðabyggð hefur samið við Nýherja um rekstur og hýsingu á tölvukerfi fyrirtækisins. Samningurinn felur í sér rekstur á netþjónum, gagnagrunnum, pósti og á öllum notendabúnaði. Jafnframt annast Nýherji rekstur á gagnatengingum fyrir fyrirtækið.

Fram kemur í tilkynningu frá Nýherja að jafnhliða þessu hafi verið gerður viðskiptakjarasamningur sem tryggir SVN og starfsfólki fyrirtækisins sérkjör á búnaði frá Nýherja.

Emil Einarsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Nýherja, og Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri SVN.
Emil Einarsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Nýherja, og Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri SVN.
© Aðsend mynd (AÐSEND)