*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 9. maí 2013 10:05

Nýherji eflir þjónustu á Vestfjörðum

Nýherji hefur gert samning til þriggja ára um rekstur á upplýsingakerfum Bolungarvíkur.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Nýherji hefur tekið við alrekstri upplýsingakerfa Bolungarvíkur, en samningurinn felur í sér rekstur á útstöðvum notenda og miðlægum kerfum sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýherja. Einnig var samið um Rent a Prent prentþjónustu, sem er umhverfisvæn alhliða prentþjónusta; felur í sér lækkun á árlegum prentkostnaði og fækkun á prenturum. Samningurinn við Bolungarvík styrkir enn frekar upbbygingu Nýherja á Vestfjörðum.

Samningurinn við Bolungarvík er til þriggja ára. Nýherji var valið að undangengnu útboði þar sem fyrirtækið bauð hagkvæmustu heildarlausn í tölvumálum að mati sveitarfélagsins. 

„Nýherji hefur lagt mikla áherslu á að efla upplýsingatækniþjónustu á Vestfjörðum, en félagið starfrækir starfsstöð á svæðinu sem getur sinnt öflugri tækniþjónustu og er vel stutt af starfsfólki Nýherjasamstæðunnar. Við hlökkum til góðs samstarfs við bæjarfélagið, sem um leið gerir okkur kleift að veita fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu enn greiðari aðgang að öflugri þjónustu og lausnum á sviði upplýsingatækni," segir Rögnvaldur Guðmundsson svæðisstjóri Nýherja á Vestfjörðum.

Stikkorð: Nýherji Bolungarvík