*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 11. október 2014 14:02

Nýi Baldur kemur í næstu viku

Sæferðir hafa í nokkurn tíma unnið að því að finna nýja og stærri Breiðafjarðarferju.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Ný Breiðafjarðarferja, Baldur, bíður nú brottfarar frá Noregi og er væntanleg til Stykkishólms í næstu viku. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns.

Nýi Baldur, sem hét áður Vaagan, var smíðaður árið 1979. Skipið er tæplega 70 metra langt, eða sjö metrum lengra en gamli Baldur, og tekur 55 hefðbundna fólksbíla í lest. Skipið er útbúið fyrir 300 farþega og er ganghraði þess allt að 13 sjómílur á klukkustund.

Sæferðir hafa í nokkurn tíma unnið að því að finna stærri Breiðafjarðarferju vegna vaxandi umferðar ferðafólks og vöruflutninga.

Gamli Baldur leysti í september Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja og nú stendur til að hefja viðræður milli ríkisins og Sæferða um kaup á skipinu, að því er fram kemur í Skessuhorni.

Stikkorð: Baldur Ferjan Breiðafjörður