Icelandair hefur ráðið tvo nýja forstöðumenn, annars vegar hefur Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir verið ráðinn forstöðumaður Vildarklúbbs Icelandair og hins vegar hefur Matthías Sveinbjörnsson verið ráðinn forstöðumaður tekjustýringar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Ingibjörg Ásdís hóf störf hjá Icelandair árið 2004 sem flugfreyja og haustið 2005 hóf hún störf hjá Vildarklúbbnum, fyrst sem verkefnastjóri vef- og markaðsmála og síðar sem verkefnastjóri fyrirtækja og fjármálasamstarfs. Ingibjörg er með BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsmál og alþjóðaviðskipti frá Háskólanum í Reykjavík.

Áður en Ingibjörg hóf störf hjá Icelandair starfaði hún meðal annars hjá Vodafone og Air Atlanta.

Ingibjörg er í sambúð Árna Valdimar Bernhöft og saman eiga þau börnin Andreu Örk Bernhöft fædd 2007 og Birgi Rafn Bernhöft fæddur 2010.

Matthías hóf störf hjá Icelandair árið 2006 sem deildarstjóri Rekstrarstýringar. Áður en Matthías hóf störf há Icelandair starfaði hann sem rekstrarráðgjafi hjá Annata hf., verkefnisstjóri hjá Flugkerfum hf. og við fjármálaráðgjöf hjá Fjárvangi hf.  Matthías er með M.S. og C.S. gráður í Véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Matthías hefur skrifað fjölda fræðigreina um flugmál, er jafnframt stjórnarformaður flugklúbbsins Geirfulgs, stjórnarmaður í Flugmálafélagi Íslands og margfaldur Íslandsmeistari í vélflugi.

Matthías er giftur Sigríði Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og saman eiga þau börnin Davíð Rúnar fæddur 1999, Jónínu fædd 2001 og Sveinbjörn Darra fæddur 2006.