LOGOS lögmannsþjónusta hefur bætt við sig fjórum nýjum löglærðum fulltrúum. Þau eru ráðin til að sinna lögfræðilegum verkefnum hjá fyrirtækinu og hófu störf í maí sl. og í byrjun júní. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Berta Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem fulltrúi hjá LOGOS. Berta útskrifaðist með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík í janúar 2015. Berta hefur starfað á sviði lögfræði hjá Tryggingamiðstöðinni og Expo auglýsingastofu samhliða námi. Hún hefur einnig starfað sem aðstoðarkennari og var formaður Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, árið 2012-2013. Auk þess sat hún í stjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Unnusti Bertu er Guðmundur Bergþórsson viðskiptafræðingur og eiga þau eina dóttur.

Halldór H. Gröndal hefur verið ráðinn sem fulltrúi hjá LOGOS. Halldór útskrifast með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 20. júní nk. Hann starfaði áður sem laganemi hjá LOGOS lögmannsþjónustu samhliða námi frá árinu 2013 og hjá Sjúkratryggingum Íslands 2011-2012. Halldór situr í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hann hefur starfað sem aðstoðarkennari  við Háskólann í Reykjavík og sat í stjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Unnusta Halldórs er Hrefna Daðadóttir.

Magnús Már Leifsson hefur verið ráðinn sem fulltrúi hjá LOGOS. Magnús útskrifast með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 20. júní nk. Hann starfaði áður sem laganemi hjá LOGOS lögmannsþjónustu samhliða námi frá árinu 2013. Magnús hefur einnig starfað hjá Sparisjóði Ólafsvíkur og sinnt hinum ýmsu störfum í sjávarútvegi víða um land ásamt því að vera aðstoðarkennari við Háskólann í Reykjavík. Unnusta Magnúsar er Erla Guðmundsdóttir.

Oddur Ástráðsson hefur verið ráðinn sem fulltrúi til að sinna lögfræðilegum verkefnum hjá LOGOS. Oddur útskrifast með MA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands 20. júní nk. Hann starfaði áður sem laganemi hjá LOGOS lögmannsþjónustu samhliða námi, fyrst á árunum 2012-2013 og svo aftur frá vori 2014. Oddur starfaði hjá umboðsmanni Alþingis, samhliða námi á árunum 2013-2014. Oddur hefur sinnt aðstoðarkennslu í bæði einkamálaréttarfari og sakamálaréttarfari við lagadeild HÍ á árunum 2013-2015. Áður en Oddur hóf laganám starfaði hann um skeið á fréttastofu Stöðvar 2 við framleiðslu frétta og sem fréttamaður. Unnusta Odds er Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir, kvikmyndafræðingur og eiga þau tvö börn.