*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Fólk 18. janúar 2014 14:55

Nýr framkvæmdastjóri Codlands

Erla Ósk Pétursdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Codlands.

Ritstjórn

Erla Ósk Pétursdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Codlands ehf., fullvinnslufyrirtækis sem hefur það að markmiði að fullvinna sjávarafurðir með víðtæku samstarfi fyrirtækja á því sviði. Codland er nú í eigu Vísis hf. og Þorbjarnar hf. í Grindavík.

Erla er með BA-gráðu í hagfræði og tölvunarfræði frá Macalester College í Minnesota í Bandaríkjunum og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Vísi hf.