*

mánudagur, 17. júní 2019
Fólk 20. mars 2019 11:39

Nýr framkvæmdastjóri hjá Gámaþjónustunni

Jónína Guðný Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskipta- og þjónustusviðs Gámaþjónustunnar.

Ritstjórn
Jónína Guðný Magnúsdóttir stýrði áður gámaflutningum hjá Eimskip.
Aðsend mynd

Jónína Guðný Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskipta- og þjónustusviðs Gámaþjónustunnar hf.
Áður starfaði Jónína sem deildarstjóri í flutningastýringu Eimskips hf. þar sem hún hefur undanfarin ár stýrt gámaflutningum og rekstri gámaflotans. Þar á undan starfaði hún sem verkefnastjóri á innanlandssviði Eimskips hf. og hefur einnig starfað sem verkefnastjóri í áhættu- og gæðastýringarsviði Deloitte hf. 

Jónína hefur lokið M.Sc. í ferlaverkfræði, stefnumótun og stjórnun með áherslu á flutninga- og vörustýringu og sérhæfingu í líkanagerð og hermun frá Delft University of Technology í Hollandi auk þess að vera með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

„Það er afar ánægjulegt að fá Jónínu Guðnýju til starfa hjá okkur.  Hennar reynsla og þekking mun m.a. nýtast vel við þau margvíslegu verkefni okkar sem tengjast flutningum og ferlastýringu“, segir Gunnar Bragason forstjóri Gámaþjónustunnar.

Um Gámaþjónustuna

Gámaþjónustan starfar í flokkun og endurvinnslu úrgangs og hóf starfsemi árið 1984. Gámaþjónustan aðstoðar fyrirtæki, heimili, sveitarfélög og opinberar stofnanir við að losa úrgang og spilliefni á umhverfisvænan hátt og búa jafnframt til verðmæti í gegnum endurvinnslu segir m.a. í fréttatilkynningu.

Þannig uppfyllir félagið þarfir viðskiptavina sinna og samfélagsins í heild um ábyrga úrgangsstjórnun. Starfsstöðvar innanlands eru nokkrar í alhliða umhverfisþjónustu á landsbyggðinni. Eitt dótturfélag er í gáma-  og smáhýsaleigu ásamt sölu á ýmsum umhverfistengdum vörum, og annað í móttöku og meðhöndlun spilliefna, raf- og rafeindatækja. 

Fyrirtækið rekur meðal annars jarðgerðarbúnað til endurnýtingar á lífrænum efnum og einnig má nefna sérhannað upplýsingakerfi með möguleikum á að veita viðskiptavinum upplýsingar í rauntíma um umhverfisspor þeirra. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is