*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Fólk 5. júní 2020 13:44

Nýr framkvæmdastjóri hjá Mjöll Frigg

Sigrún Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hreinlætisfyrirtækisins Mjöll Frigg.

Ritstjórn
Sigrún Guðmundsdóttir, nýráðin framkvæmdastjóri hjá Mjöll Frigg.
Aðsend mynd

Sigrún Guðmundsdóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri hjá Mjöll Frigg, dótturfélagi Olís. Sigrún hefur áralanga reynslu af gæðamálum, verkefnastjórnun og störfum á rannsóknarstofum og hefur nú þegar hafið störf hjá fyrirtækinu.

Sigrún kemur til Mjallar Friggjar frá Stjörnugrís þar sem hún starfaði sem gæðastjóri. Fyrir það var hún meðal annars gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri hjá Gray Line Iceland, yfirmaður rannsóknarstofu hjá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson og gæðastjóri og forstöðumaður rannsóknarstofu hjá Icelandic Water Holdings. 

Sigrún er með Ph.D.-gráðu í örverufræði frá Háskóla Íslands þar sem hún sérhæfði sig meðal annars í rannsóknum á listeríu í matvælavinnslum á Íslandi. Hún er einnig með M.Sc.-gráðu í líftækni frá Heriott-Watt University í Edinborg og B.Sc.-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands.

Sigrún er gift Guðmundi Karli Guðjónssyni, forstöðumanni dreifingar og flutninga hjá Íslandspósti og eiga þau fjögur börn.