Tæknirisinn Apple hefur boðað til kynningar þann 12. september næstkomandi. Fastlega er gert ráð fyrir að næsta kynslóð iPhone snjallsímans, iPhone 5, verði kynnt.

Í frétt Wall Street Journal um tilkynningu Apple segir að félagið sé undir miklum þrýstingi um að nýr iPhone standist væntingar. Síminn sé einn helsti tekjupóstur félagsins og afkoman byggi á því hvernig sala iPhone gengur.

Keppinautar Apple hafa einnig sótt á að undanförnu með bættum símum, til að mynda frá Samsung. Á öðrum ársfjórðungi 2012 voru um 68% allra snjallsíma með Android stýrikerfi. Um 17% notenda eru með iPhone.