Helgi Héðinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík og hóf hann störf í mánuðinum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Helgi hefur starfað sem mannauðssérfræðingur og sálfræðingur undanfarin ár hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu, ásamt því að veita íþróttasálfræðiráðgjöf til íþróttafólks og íþróttaliða. Helgi lauk meistaragráðu í sálfræði árið 2010 frá Háskóla Íslands með áherslu á vinnusálfræði og klíníska sálfræði fullorðinna og BA gráðu í sálfræði árið 2008 frá Háskólanum á Akureyri.

Opni háskólinn í HR býður sérfræðingum og stjórnendum í íslensku atvinnulífi fjölbreytt úrval sí- og endurmenntunar og fyrirtækjum og stofnunum sérsniðnar heildarlausnum á sviði fræðslumála.