Íslensk verðbréf hafa lokið fyrsta áfanga í fjármögnun á nýjum framtakssjóði sem ber heitið TFII slhf.    Hluthafar eru lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar, alls 18 talsins. Sjóðurinn mun fjárfesta í eignarhlutum í félögum með trausta rekstrarsögu og taka virkan þátt í uppbyggingu og virðisaukningu þeirra.  TFII mun sérstaklega horfa til fjárfestingatækifæra á landsbyggðunum.  Stefnt er að því að ljúka síðari hluta fjármögnunar sjóðsins fyrir árslok og að stærð hans verði þá 5 milljarðar króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍV.

„Við hjá Íslenskum verðbréfum erum þakklát fyrir það traust sem viðskiptavinir okkar sýna með þátttöku í TFII.  Undir þessu trausti munum við standa með markvissum fjárfestingum í íslensku atvinnulífi á næstu árum, þar sem landsbyggðirnar munu fá sérstaka athygli“, segir Jón Steindór Árnason annar framkvæmdstjóra TFII.